Ragnheidur Bjorgvinsdottir Ragnheidur Bjorgvinsdottir

4 atriði sem þú veist fullvel en hefur gott af að láta minna þig á

Þú hefur alveg ábyggilega fallið í sömu gildru og ég, þegar þú lítur í kringum þig og sérð árangurinn sem allir í kringum þig hafa náð á öllum sviðum lífsins, og velt því fyrir þér hvort þú ættir ekki að vera kominn lengra og hvað þú sért eiginlega að gera rangt.

Read More
Ragnheidur Bjorgvinsdottir Ragnheidur Bjorgvinsdottir

Markþjálfun útskýrð í stuttu máli

Finnst þér einhvern tímann eins og þú getir náð lengra í starfi eða leik en ert ekki viss hvernig þú eigir að komast þangað? Þú ert þá ekki ein/n um það. Mörg fáum við þá tilfinningu að ónýttu tækifærin séu mörg og markþjálfun er eitt þeirra verkfæra sem geta hjálpað þér að grípa þau.

Read More
Ragnheidur Bjorgvinsdottir Ragnheidur Bjorgvinsdottir

Þitt besta líf með réttu markmiðunum

Hefur þú velt því fyrir þér hvers vegna það virðist lífsins ómögulegt að ná sumum markmiðum, sama hvað þú reynir? Oft gleymist nefnilega mikilvægt innihaldsefni; hvatningin. Málið er að þegar við eltumst við markmið að mestu vegna þess að „allir aðrir“ eru að vinna að slíku markmiði eða við höfum fengið þau skilaboð frá samfélaginu að við ættum líka að sækjast eftir því sama rekum við okkur á að þegar markmiðið reynir á okkur og verður erfitt skortir okkur kraftinn til að halda áfram.

Read More
Ragnheidur Bjorgvinsdottir Ragnheidur Bjorgvinsdottir

Draumastarfið – hvað gerir okkur ánægð í starfi?

Einhver gætu talið að draumastarfið væri hæfilega auðvelt, þægileg innivinna,eins og maðurinn sagði. Góð laun eru annar þáttur sem margir telja mikilvægan eða að starfinu fylgi einhvers konar virðing og að öðrum þyki mikið til þess koma. Þegar draumastarfið ber á góma er einnig algengt að hugsa til þessa að skapa sér starfsvettvang út frá ástríðu eða áhugamálum. En þegar kemur að starfsánægju eru þessir þættir aukaatriði.

Read More
Ragnheiður Björgvinsdóttir Ragnheiður Björgvinsdóttir

Er markþjálfun leynivopnið sem þú þarft?

Hvenær settist þú síðast niður með einhverjum og ræddir starfsferilinn þinn? Þá á ég við stóru myndina og framtíðarplönin, ekki upprifjunina sem á sér stað t.d. í atvinnuviðtölum. Mér finnst líklegt að svarið hjá mörgum sé að þetta hafi þau aldrei gert. Það er líka fullkomlega eðlilegt. Slíkt samtal getur samt sem áður verið leynivopnið þitt í að ná sönnum árangri fyrir þig. Slíkt samtal getur breytt lífinu þínu, og þá oftar en ekki til hins betra.

Read More