Ragnheiður Björgvinsdóttir

Að baki Lóu stendur Ragnheiður Björgvinsdóttir, ACC vottaður markþjálfi og sérfræðingur í mannauðsmálum. Ragnheiður markþjálfar bæði einstaklinga á eigin vegum og starfsfólk og stjórnendur á vinnustöðum.

Ragnheiður hefur áralanga reynslu af mannauðsmálum, bæði hjá hinu opinbera og á einkamarkaði. Hún hefur sinnt starfi mannauðsstjóra hjá Vatnajökulsþjóðgarði og Náttúrufræðistofnun Íslands. Einnig hefur hún starfað að mannauðsmálum hjá flugfélaginu WOW air, á Landspítala auk þess sem hún starfaði lengi við ráðgjöf við mannauðskerfi hjá Advania. Ragnheiður lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2008.

Ragnheiður býður upp á markþjálfun fyrir einstaklinga sem eru tilbúnir í breytingar í lífinu og vilja vinna að sínu besta lífi í starfi og leik. Markþjálfun hentar sérstaklega vel einstaklingum sem eru í leit að draumastarfinu, vilja þróast áfram í starfi og móta sinn starfsferil en þá kemur reynsla Ragnheiðar af mannauðsmálum, ráðningum og starfsþróun stjórnenda og annars starfsfólks að góðum notum. Í markþjálfun leggur Ragnheiður áherslu er á sjálfsþekkingu og að hver og einn finni sína braut í lífi og starfi þar sem styrkleikar og aðrir persónueiginleikar njóta sín best.

Bóka tíma
Hafa sambad
Bóka ókeypis símtal

Hverstu ánægð/ur ertu í starfinu þínu?

Taktu stutta könnun sem hjálpar þér að sjá það skýrt

Hér er stutt könnun sem hjálpar þér að skoða starfið þitt frá mismunandi sjónarhornum og komast að því hversu mikla starfsánægju þú upplifir. Það tekur stutta stund að svara könnuninni og að henni lokinni færðu upplýsingar um næstu skref sem þú getur tekið til að auka starfsánægju.

Könnunin er ekki gerð til að dæma, heldur til að skoða og sjá hlutina skýrar. Stundum þurfum við bara að gefa okkur örlitla stund til að hlusta á okkur sjálf til að sjá hlutina í réttu ljósi.

Könnunin:

… tekur aðeins nokkrar mínútur
… gefur þér innsýn í starfsánægju og hvar þú stendur
… skilar þér hugmyndum um næstu skref í átt að meiri starfsánægju

Smelltu hér til að taka könnunina