Mannauðurinn er forsenda alls árangurs

Með samspili mannauðsstjórnunar og markþjálfunar styð ég vinnustaði í að efla forystu, samskipti og umgjörð sem gerir fólki kleift að blómstra og vinna að sameiginlegu marki.

Hafðu samband

Vinnustaðir sem vilja ná meiri árangri, bæta vinnustaðamenningu og koma breytingum í framkvæmd þurfa að huga að því hvernig forysta, mannauður og samstarf spila saman í daglegu starfi

Í slíkum aðstæðum snýst þetta oft ekki um að fólk standi sig illa, heldur að hlutirnir séu orðnir flóknari og þyngri í framkvæmd en þörf er á.

Algengt er að vinnustaðir upplifi til dæmis að:

  • Breytingar skila ekki alveg þeim árangri sem vonast var eftir

  • Verkefni taka meiri orku og tíma en þau ættu að gera

  • Samstarf og samskipti ganga, en mættu vera skýrari og skilvirkari

  • Stjórnendur eru mikið í daglegum málum og eiga erfitt með að gefa sér tíma til að leiða til lengri tíma

  • Starfsfólk stendur sig vel, en möguleikar þess nýtast ekki alltaf til fulls

Þegar þetta ástand varir getur það hægt á framförum, aukið álag og gert breytingar erfiðari en þær þurfa að vera.

Hafðu samband

Umsögn frá markþega:

“Þú hefur þægilega nærveru og ert afslöppuð, skynjaði líka bjarta útgeislun frá þér sem mér fannst hvetjandi og uppörvandi og svo spurðir þú mig spurninga sem fengu mig til að hugsa lengra.”

★★★★★

Umsögn frá markþega:

“Mögnuð, gagnleg og skilvirk leið til þess að taka stöðutékk og móta mína vegferð eftir styrkleikum og stefnu. Ég fékk gríðarlega mikið út úr þeim þremur tímum sem ég tók, ásamt NBI greiningu til þess að átta mig á hvað ég vildi auka í mínu starfi og hvað ég vildi minnka við til þess að blómstra betur í mínum styrkleikum.”

★★★★★

Umsögn frá markþega:

“Það kom mér skemmtilega á óvart hvað markþjálfun hjá Ragnheiði hefur hjálpað mér að ná betri og öðruvísi árangri í mínum persónulega vexti og móta skýrari stefnu í lífinu. Ég hef kynnst sjálfri mér betur, sett mér öðruvísi og skýrari framtíðarsýn og fundið nýjar leiðir hvernig ég get eflt mína styrkleika til að ná þangað. Í samtölum mínum við hana hefur hún hjálpað mér að horfa inn á við, setja fókus á ný tækifæri og lausnir sem í raun bjuggu innra með mér en ég áttaði mig ekki á fyrr en í umræðunni við hana. Markþjálfun hefur gefið mér ný verkfæri og opnað á samfélag sem styður mig áfram sem skiptir miklu máli svo maður týni ekki nýju verkfærunum og haldi áfram að besta líðan og lífið.”

★★★★★

Bókaðu ókeypis símtal
Bóka tíma

Spurt og svarað

  • Markþjálfun er ferli sem miðar að því að styðja einstaklinga við að finna eigin lausnir, virkja styrkleika sína og ná markmiðum sínum. Í markþjálfun er lögð áhersla á að skapa traust og öruggt rými þar sem einstaklingurinn getur rannsakað eigin hugsanir og tilfinningar, aukið sjálfsþekkingu og tekið upplýstar ákvarðanir um framtíð sína. Ég starfa eftir hæfniviðmiðum og siðareglum ICF, sem tryggja faglega nálgun þar sem virðing, trúnaður og sjálfræði einstaklingsins eru ávallt í fyrirrúmi.

  • Markþjálfun fer fram í trúnaðarsamtali markþjálfa og þess sem sækir markþjálfun (markþega). Samtalið getur átt sér stað hjá mér að Hlíðasmára 14 eða í fjarfundi. Í markþjálfun leiðir markþjálfi samtalið með spurningum en einnig getur þú búist við því að vinna verkefni, annað hvort í tímanum eða heima á milli tíma.

  • Það er mjög einstaklingsbundið og fer alfarið eftir því hvaða árangri þú leitar eftir og hvar þú ert stödd/staddur á þeirri vegferð þegar markþjálfun hefst. Ég legg þó áherslu á að nýir markþegar komi að minnsta kosti í tvö skipti til að byrja með.

  • Til að árangur náist þarf að ríkja algjör trúnaður og er það hluti af siðareglum ICF á Íslandi sem ég starfa eftir sem sjá má hér https://www.icficeland.is/sidareglur

Áður en þú bókar fyrsta tímann í markþjálfun mæli ég með því að þú bókir símtal hjá mér. Það tekur ekki nema um 15 mínútur, er ókeypis og að sjálfsögðu fylgir því engin skuldbinding. Í símtalinu förum við yfir hvað þú vilt fá út úr markþjálfuninni, hvort markþjálfun sé rétta lausnin fyrir þig auk þess sem þá gefst þér tækifæri til að fá svör við þeim spurningum sem þú kannt að hafa um ferlið.

Bókaðu ókeypis símtal

Viltu frekar senda tölvupóst?

Smelltu þá á hnappinn hér fyrir neðan og sendu mér fyrirspurn. Ég svara við fyrsta tækifæri.

Hafa samband
Bóka tíma

Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.

Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.

Bóka ókeypis símtal
Bóka tíma

Starfsánægjukönnun

Hversu ánægð/ur ertu í starfinu þínu?

Hér er stutt könnun sem hjálpar þér að skoða starfið þitt frá mismunandi sjónarhornum og komast að því hversu mikla starfsánægju þú upplifir. Það tekur stutta stund að svara könnuninni og að henni lokinni færðu upplýsingar um næstu skref sem þú getur tekið til að auka starfsánægju.

Smelltu hér til að taka könnunina