NBI greining
NBI greining ásamt markþjálfunartíma: 22.000,- kr.
Hvernig við hugsum hefur áhrif á allt sem við gerum. NBI hugsnið gefur innsýn í það hvernig hver og einn einstaklingur kýs helst að hugsa og þar með hvað það er sem helst stýrir hegðun hans.
Hvað er NBI?
NBI stendur fyrir Neethling Brain Instrument og er þróað af dr. Kobus Neethling, brautryðjanda á sviði taugavísinda. NBI er áreiðanlegt og vel rannsakað greiningartæki sem er hannað til að hjálpa þér að ölast innsýn í eigin huga. Þetta er öflugt tæki til að kynnast þér betur og vaxa sem persóna.
Uppgötvaðu þínar hughneigðir
Með NBI færðu djúpan skilning á þinni hughneigð, það er að segja hvernig þú hugsar. Með því getur þú betur nýtt styrkleika þína, unnið betur með veikleika og tekið upplýstari ákvarðanir hvort sem er í þínu persónulega lífi þínu eða atvinnulífi.
Bætt samskipti og sambönd
Góð samskipti eru hornsteinn í árangri á flestum sviðum. NBI greiningin hjálpar þér ekki aðeins að skilja þína eigin hughneigð heldur einnig annarra. Sú innsýn gerir þér kleift að aðlaga það hvernig þú átt í samskiptum við ólíka einstaklinga sem eykur líkur á árangursríkum samskiptum og bætir tengsl.
Persónulegur og faglegur vöxtur
Hvort sem þú vilt skara fram úr í starfi eða á öðru sviði hjálpar NBI greiningin þér að bera kennsl á tækifæri til úrbóta og að nýta betur náttúrulega færni þína.
Hvers vegna ættir þú að velja NBI?
NBI er traust mælitæki sem byggir á styrkum grunni umfangsmikilla rannsókna yfir lengri tíma.
NBI greiningin er auðskiljanleg sem gerir þér betur kleift að nýta þær strax.
NBI má nýta bæði til persónulegs og faglegs vaxtar.
NBI hugsnið er öflugt verkfæri til að rýna í hughneigðir einstaklinga, þ.e.a.s. hvernig hver og einn kýs helst að hugsa. Hugsniðið sýnir hvernig við eigum í samskiptum, vinnum úr upplýsingum, tökum ákvarðanir og leysum úr vandamálum svo dæmi séu tekin. Með því að skilja eigin hughneigðir öðlumst við betri skilning á okkur sjálfum og um leið hvaða áhrif við höfum á aðra.
Í stuttu máli skiptist hugsnið hvers einstaklings í fjóra hluta sem auðkenndir eru með litum þar sem hver litur táknar ákveðin einkenni þeirra sem eru með sterka hughneigð í þeim fjórðungi (eða lit). Sumar NBI greiningarnar, þar á meðal almenna NBI huggreiningin skiptir svo hverjum fjórðungi í tvær víddir sem gefa nákvæmari niðurstöður.
Auk þess að vera traust mælitæki er einn helsti kostur NBI greininganna hve auðskiljanlegar niðurstöðurnar eru. NBI greiningar má nota til bæði persónulegs þroska eða til að þróa leiðtogafærni og aðra starfstengda getu.
Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.
Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.
Ókeypis æfing í markmiðasetningu
Hefur þú einhvern tímann sett þér markmið en svo hætt að vinna að því þegar það varð erfitt? Rannsóknir benda til þess að sú hvatning sem liggur að baki ákvörðun okkar að vinna að markmiði hefur mikil áhrif á það hversu vel okkur gengur að ná því.
Skoðaðu ástæður og hvatningu að baki þínum markmiðum
Aðlagaðu markmiðin svo líklegra sé að þú náir þeim
Settu þér rétt markmið sem byggja á þinni þekkingu á þér