Vilt þú  upplifa þitt besta ár

þar sem þú nærð þínum markmiðum?

Ert þú tilbúin til að setja þér markmið sem þig langar að ná, ekki bara í upphafi þegar þú setur þér markmiðið, heldur áfram þar til þú nærð því? Skapaðu þitt besta ár er vefnámskeið sem hjálpar þér að setja þér rétt markmið og ná þeim. Það er á þínu valdi að skapa þitt besta ár hingað til, setja markið hátt og grípa svo til aðgerða.

Skapaðu þitt besta ár með réttu markmiðunum

Skapaðu þitt besta ár er vefnámskeið sem hjálpar þér að setja þér rétt markmið og ná þeim

  • Skýr markmið: Lærðu að setja þér markmið sem eru í samhljómi við þína innri hvatningu og gildi

  • Hvatning og eldmóður: Virkjaðu í þér eldmóðinn og kraftinn sem gera þér kleift að sigrast á hindrunum sem verða á vegi þínum í átt að markmiðunum.

  • Jafnvægi á milli sjálfsmildi og sjálfsaga: Finndu jafnvægið til að tryggja að þú endist við að vinna að þínum markmiðum án þess að ganga fram af þér.

Á námskeiðinu fer ég yfir:

  • Hvað markmið eru og hvers vegna þau skipta máli

  • Hvernig þú setur þér markmi sem eru þau réttu fyrir þig

  • Hvað einkennir markmið sem líklegast er að þú náir

  • Hvað þú getur gert til að halda í hvatninguna á meðan þú vinnur að markmiðinu þínu

  • Hvernig þú getur haldið hugarfarinu þínu á réttu brautinni

Námskeiðið er í upptöku sem þýðir að þú getur horft á það þegar þér hentar best.

Námskeiðinu fylgir yfirgripsmikil vinnubók sem hjálpar þér að innleiða aðferðirnar sem þú lærir, setja þér markmið og gera áætlun til að ná þeim.

“Virkilega flott námskeið. Grípandi, áhugavert efni. Þú ert hafsjór af fróðleik og kemur efninu vel frá þér :-)”

“Mér fannst námskeiðið mjög fróðlegt og nytsamlegt. Hef áður sett mér markmið og unnið að þeim með misgóðum árangri. Þetta námskeið gaf mér ný verkfæri til að vinna að markmiðum mínum og með öðrum hætti en ég er vön.”

Umsagnir um námskeiðið

“Frábært námskeið! Þetta er mjög gagnlegt bæði fyrir þá sem kunna markmiðasetningu og líka byrjendur. Mikilvægi markmiðanna gaf mér nýja sýn á það sem ég hélt að væri mikilvægt en er það ekki.”

Ókeypis æfing í markmiðasetningu

Ef þú vilt prófa eina af æfingunum á námskeiðinu getur þú sótt þessa æfingu ókeypis. Æfingin snýstum að meta ástæður og hvatningu sem býr að baki markmiðunum þínum.

Rannsóknir benda til þess að sú hvatning sem liggur að baki ákvörðun okkar að vinna að markmiði hefur mikil áhrif á það hversu vel okkur gengur að ná því.

Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.

Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.

Skapaðu þitt besta ár með réttu markmiðunum er vefnámskeið í markmiðasetningu þar sem áhersla er lögð á að þú finnir réttu markmiðin fyrir þig og vinnir að þeim með þeim hætti sem hentar þér best. Þannig hámarkar þú líkurnar á því að árangur náist.