Ertu á réttri hillu?

Ímyndaðu þér að vakna á morgnana og hlakka til vinnudagsins framundan, þar sem starfið þitt passar þér fullkomlega, gerir þér kleift að nýta þína styrkleika og veitir þér tilgang og gleði.

Á réttri hillu er námskeið sem nýtir aðferðir markþjálfunar til að hjálpa þér að finna út hvað þú vilt í starfi, taka fyrstu skrefin til að bæta starfsánægju og móta starfsferil sem fyllir þig stolti.

Á réttri hillu

Að vita hvað þú vilt í starfi og hvernig þú kemst þangað

Á réttri hillu er fjögurra vikna námskeið fyrir þau sem vilja taka ábyrgð á eigin starfsánægju og taka skrefin sem í þeirra valdi eru til að auka ánægju þeirra í starfi. Með aðferðum markþjálfunar og sjálfsskoðun beina þátttakendur athyglinni að því sem skapar þeirra starfsánægju, eigin gildum, styrkleikum, sjálfstrausti og hugarfari. Að lokum er farið yfir markmiðasetningu og aðferðir til að tengja þessa sjálfsþekkingu við raunveruleikann og móta skrefin fyrir hvern og einn í átt að ánægjuríkara starfi.

Námskeiðið verður kennt vikulega í 2 klukkustundir og á milli tíma vinna þátttakendur verkefni til að dýpka efnið á námskeiðinu.

Tímasetning: Mánudagar kl. 16:30-18:30

Upphaf: 3. mars 2025 (skráningu er lokið)

Staðsetning: Heillandi hugur, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogur.

Verð: 21.600 kr. (40% kynningarafsláttur).

Athugið að takmarkaður fjöldi sæta er í boði.

Ertu með spurningar?

Fylltu út formið eða sendu mér tölvupóst á ragnheidur@loacoaching.is

Hvers vegna þetta námskeið?

Námskeiðið sameinar þekkingu mína sem ACC vottaður markþjálfi og áralanga reynslu í mannauðsmálum. Með þessu námskeiði færðu:

  • Djúpa sjálfsþekkingu sem hjálpar þér að finna þinn eigin tilgang í starfi.

  • Verkfæri og leiðbeiningar til að tengja þessa sjálfsþekkingu við starfsánægju og þín framtíðarplön.

  • Þéttan stuðning og persónumiðaða nálgun sem miðar að því að lyfta starfsferlinum þínum.

Hvernig námskeiðið hjálpar þér:

  1. Kortleggðu stöðuna þína í dag: Fáðu skýra sýn á stöðuna í dag og hvað helst þarf að breytast.

  2. Uppgötvaðu hvað skiptir þig mestu máli: Skoðaðu gildin þín, styrkleika og langanir til að sjá hvað veitir þér raunverulega tilgang og gleði í starfi.

  3. Mótaðu framtíðina þína og komdu þér af stað: Settu þér markmið sem samræmast því sem skiptir þig raunverulega máli og mótaðu fyrstu skrefin sem færa þér starfsánægju og daglegu venjurnar sem koma þér lengra en þig grunaði.

Á réttri hillu

Að vita hvað þú vilt í starfi og hvernig þú kemst þangað

Á réttri hillu er námskeið sem hjálpar þér að vita upp á hár hvað þú vilt á þínum starfsferli og átta þig á því hvernig þú nærð þínum starfstengdu markmiðum

  • Fjórar lotur: Hver lota er tveir tímar þar sem þú vinnur markvisst með sjálfsþekkingu, gildi, styrkleika og markmiðasetningu.

    • Vika 1: Kortleggðu núverandi stöðu: Hvar ert þú í dag – og hvað þarf að breytast?

    • Vika 2: Gildi og sjálfsþekking – Hvað skiptir þig mestu máli og hvernig getur þú tengt það betur við starfið þitt?

    • Vika 3: Styrkleikar og sjálfstraust – Hvað eru styrkleikar, hvernig finnur þú þína styrkleika og nýtir þá til að efla sjálfstraust og starfsánægju?

    • Vika 4: Markmiðasetning og aðgerðaáætlun – Hér tengjum við allt saman, setjum markmið og áætlun til að ná markmiðum.

  • Yfirgripsmikil vinnubók: Verkfæri og æfingar sem við förum í gegnum í tímunum og heima á milli tíma sem skapa skýrari sýn og raunverulegar breytingar.

  • Staður og stund: Námskeiðið verður kennt á mánudögum kl. 16:30-18:30 og hefst mánudaginn 3. mars. Kennsla fer fram hjá Heillandi hug, Hlíðasmára 14 í Kópavogi og kennt er í fjögur skipti.

  • Verð og sértilboð: Námskeiðið verður á sérstöku kynningarverði þar sem þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið.

    • Almennt verð: 36.000,- kr. 21.600,- kr. (40% kynningarafsláttur)

Gerðu draumastarfið þitt að veruleika
- skráðu þig á Á réttri hillu og
byrjaðu að vinna að þinni starfsánægju

Það er einhver ástæða fyrir því að þú ert kominn hingað á þessa síðu. Kannski hefur þú fundið fyrir óánægju í starfinu þínum um hríð eða þá að þig langar einfaldlega að gera meira úr starfsferlinum þínum - ná lengra og finna meiri tilgang, gleði og stolt.

Á réttri hillu hjálpar þér að kynnast þér betur, átta þig á því hvað skiptir þig raunverulega máli, nýta styrkleikana þína á uppbyggilegan hátt og setja þér markmið sem samræmast þínum gildum. Þú færð stuðning og verkfæri sem hjálpa þér að stíga fyrstu skrefin í átt að starfsánægju, svo þú finnir sáttina strax í dag, á meðan þú vinnur að þinni draumaframtíð og langtímaplönum.

Starfsánægjukönnun

Hversu ánægð/ur ertu í starfinu þínu?

Hér er stutt könnun sem hjálpar þér að skoða starfið þitt frá mismunandi sjónarhornum og komast að því hversu mikla starfsánægju þú upplifir. Það tekur stutta stund að svara könnuninni og að henni lokinni færðu upplýsingar um næstu skref sem þú getur tekið til að auka starfsánægju.

Smelltu hér til að taka könnunina

Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.

Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.