
Vilt þú vaxa og dafna í lífi og starfi?
Með markþjálfun getur þú fengið skýrari sýn á hvað þú vilt, fundið þinn tilgang og ánægju í lífi og starfi og ekki síst hugrekkið og sjálfstraustið til að lifa eftir þínum gildum.
Hvað heldur aftur af þér?
Ef þú kannast við eitthvað af þessu er það merki um að eitthvað þurfi að breytast:
Þú veist ekki lengur hvað skiptir þig máli eða hvað þú raunverulega vilt
Þú efast stöðugt um eigin getu, upplifir loddaralíðan (e. impostor syndrome), óttast mistök eða að valda fólki vonbrigðum
Þér finnst árangurinn láta bíða eftir sér, það hefur hægt á vexti þínum í starfi og þú fyllist gremju
Álagið er of mikið, jafnvægi milli starfs og einkalífs er úr skorðum og þú fórnar eigin vellíðan fyrir starfið
Þú nýtir ekki styrkleikana þína, finnur ekki ástríðuna og dafnar ekki í starfi
Þú stendur frammi fyrir stórum ákvörðunum eða breytingum sem eru yfirþyrmandi og þú nærð ekki að taka skrefið fram á við
Með markþjálfun getur þú:
fengið skýrari sýn á hvað þú vilt
sett þér markmið í samræmi við það sem skiptir þig raunverulega máli
endurskilgreint hvernig árangur lítur út í þínu lífi
sigrast á hugsunum sem halda aftur af þér
fundið styrkleikana þína og leiðir til að nýta þá
markað þína leið að þínum markmiðum
fundið hugrekkið til að gera það sem þarf til að ná þínum árangri
Markþjálfunarpakkar
Auk stakra markþjálfunartíma, þar sem við einbeitum okkur að því sem skiptir þig mestu máli á þeim tímapunkti, býð ég einnig skipulagða markþjálfunarpakka þar sem þér gefst tækifæri að fara dýpra á fyrirfram ákveðnu sviði. Markþjálfunarpakkarnir fylgja ákveðinni umgjörð en bjóða á sama tíma upp á persónubundna nálgun og sérsniðinn stuðning. Hver pakki inniheldur þrjá markþjálfunartíma og stuðning á milli tímanna. Einnig gefst kostur á að bæta við NBI greiningu til að fá betri innsýn í það hver þú ert.
Umsögn frá markþega:
“Þú hefur þægilega nærveru og ert afslöppuð, skynjaði líka bjarta útgeislun frá þér sem mér fannst hvetjandi og uppörvandi og svo spurðir þú mig spurninga sem fengu mig til að hugsa lengra.”
★★★★★
Umsögn frá markþega:
“Það kom mér skemmtilega á óvart hvað markþjálfun hjá Ragnheiði hefur hjálpað mér að ná betri og öðruvísi árangri í mínum persónulega vexti og móta skýrari stefnu í lífinu. Ég hef kynnst sjálfri mér betur, sett mér öðruvísi og skýrari framtíðarsýn og fundið nýjar leiðir hvernig ég get eflt mína styrkleika til að ná þangað. Í samtölum mínum við hana hefur hún hjálpað mér að horfa inn á við, setja fókus á ný tækifæri og lausnir sem í raun bjuggu innra með mér en ég áttaði mig ekki á fyrr en í umræðunni við hana. Markþjálfun hefur gefið mér ný verkfæri og opnað á samfélag sem styður mig áfram sem skiptir miklu máli svo maður týni ekki nýju verkfærunum og haldi áfram að besta líðan og lífið.”
★★★★★
Spurt og svarað
-
Markþjálfun er ferli sem miðar að því að styðja einstaklinga við að finna eigin lausnir, virkja styrkleika sína og ná markmiðum sínum. Í markþjálfun er lögð áhersla á að skapa traust og öruggt rými þar sem einstaklingurinn getur rannsakað eigin hugsanir og tilfinningar, aukið sjálfsþekkingu og tekið upplýstar ákvarðanir um framtíð sína. Ég starfa eftir hæfniviðmiðum og siðareglum ICF, sem tryggja faglega nálgun þar sem virðing, trúnaður og sjálfræði einstaklingsins eru ávallt í fyrirrúmi.
-
Markþjálfun fer fram í trúnaðarsamtali markþjálfa og þess sem sækir markþjálfun (markþega). Samtalið getur átt sér stað hjá mér að Hlíðasmára 14 eða í fjarfundi. Í markþjálfun leiðir markþjálfi samtalið með spurningum en einnig getur þú búist við því að vinna verkefni, annað hvort í tímanum eða heima á milli tíma.
-
Það er mjög einstaklingsbundið og fer alfarið eftir því hvaða árangri þú leitar eftir og hvar þú ert stödd/staddur á þeirri vegferð þegar markþjálfun hefst. Ég legg þó áherslu á að nýir markþegar komi að minnsta kosti í tvö skipti til að byrja með.
-
-
Til að árangur náist þarf að ríkja algjör trúnaður og er það hluti af siðareglum ICF á Íslandi sem ég starfa eftir sem sjá má hér https://www.icficeland.is/sidareglur
Áður en þú bókar fyrsta tímann í markþjálfun mæli ég með því að þú bókir símtal hjá mér. Það tekur ekki nema um 15 mínútur, er ókeypis og að sjálfsögðu fylgir því engin skuldbinding. Í símtalinu förum við yfir hvað þú vilt fá út úr markþjálfuninni, hvort markþjálfun sé rétta lausnin fyrir þig auk þess sem þá gefst þér tækifæri til að fá svör við þeim spurningum sem þú kannt að hafa um ferlið.
Viltu frekar senda tölvupóst?
Smelltu þá á hnappinn hér fyrir neðan og sendu mér fyrirspurn. Ég svara við fyrsta tækifæri.
Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.
Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.
Starfsánægjukönnun
Hversu ánægð/ur ertu í starfinu þínu?
Hér er stutt könnun sem hjálpar þér að skoða starfið þitt frá mismunandi sjónarhornum og komast að því hversu mikla starfsánægju þú upplifir. Það tekur stutta stund að svara könnuninni og að henni lokinni færðu upplýsingar um næstu skref sem þú getur tekið til að auka starfsánægju.