4 atriði sem þú veist fullvel en hefur gott af að láta minna þig á

Að hætta samanburði við aðra

Þú hefur alveg ábyggilega fallið í sömu gildru og ég, þegar þú lítur í kringum þig og sérð árangurinn sem allir í kringum þig hafa náð á öllum sviðum lífsins, og velt því fyrir þér hvort þú ættir ekki að vera kominn lengra og hvað þú sért eiginlega að gera rangt. Stundum getur það fyllt okkur af orku og innblæstri til að gera okkar besta þegar við sjáum aðra skara fram úr. Oftar en ekki dettum við í að rífa okkur niður og skamma okkur sjálf fyrir að vera ekki betri en við erum. Þú veist jafn vel og ég að það eru ekki gagnlegar hugsanir og þær hindra okkur í að trúa á okkur sjálf.

Þú veist líka jafn vel og ég að árangur annarra hefur ekkert með þinn árangur að gera.

Þú ert á þinni leið, ert fullfær um að komast þangað sem þú vilt og hefur nóg af sjálfstrausti (en ef þú hefur ekki notað það undanfarið gætir þú þurft að æfa þig). En það að snúa hugsunum okkar við til hins betra og búa til nýjan vana er verkefni sem þarfnast æfingar og endurtekninga. Þess vegna ætla ég að taka hér saman 4 atriði sem þú veist fullvel en hefur gott af að láta minna þig á um hvernig þú eflir trú þína á þér.

Tillaga: Þessi hluti er mjög sterkur. Til að bæta við, gætir þú hugsað um að bæta örlítilli yfirlitskveðju í lokinn svo lesandinn fái eitthvað til að hugsanlega „aðgerða“ í lokin. T.d. "Þetta er ekki einungis eitthvað sem við lærum – þetta er eitthvað sem við æfum okkur í, dag eftir dag."

1. Samanburður byggir á ímynd – ekki veruleika

Við sjáum það sem aðrir vilja deila með okkur – það sem er fallegt, vel unnið og verðskuldar lófatak. En við sjáum ekki hvað er á bakvið tjöldin. Við sjáum ekki óttann, áhættuna sem þurfti að taka eða áskoranirnar sem þurfti að sigrast á til að ná þessum árangri. Við sjáum ekki tilraunirnar sem ekki gengu upp, mistökin og sjálfsefann. Þegar þú manst að samanburðurinn á þínum raunveruleika við bestu stundirnar hjá öðrum verður aldrei sanngjarn – hættir þú samanburðinum.

2. Þinn árangur má vera öðruvísi

Við höfum verið alin upp við það að árangri fylgi ytri viðurkenning og umbun. Stundum bókstaflegum sigri með verðlaunapalli og medalíu, stundum því að vera áberandi og njóta athygli og viðurkenningar annarra, stundum veraldlegum auði eða að hafa klifrað upp einhvern ímyndaðan metorðastiga. En hver sagði að þetta væri raunverulegur árangur? Er lífið í alvörunni betra þegar honum hefur verið náð? Hversu margar sögur höfum við heyrt af tónlistarfólki sem lifir fyrir tónlistina, nær þeim „árangri“ að verða frægt og missir tökin á lífinu og hamingjunni? Árangur í þínu lífi er það sem þú ákveður að hann sé. Árangur getur verið að leggja sig um miðjan dag, knúsa börnin eða að [bæta við dæmi].

3. Sjálfsþekking skapar fókus

Að skilgreina þinn árangur verður auðveldara þegar þú þekkir þig nógu vel til að láta aðra ekki trufla þig. Þgar þú veist hvað skiptir þig mestu máli í lífinu, hvað er óumsemjanlegt, hvað býr til frið í sálinni þinni og hamingju ... það er að segja gildin þín. Ef þú þekkir gildin þín og leyfir þeim að vera áttavitinn í lífinu þínu veistu hvenær þú átt að segja já og hvenær nei, hver rétta leiðin fyrir þig er og hverju þú átt að veita athygli. Það getur tekið tíma að átta sig á eigin gildum, en lífið verður svo miklu skýrara þegar þú hefur fundið þau.

4. Þetta er ekki keppni

Það eru engin verðlaun í boði fyrir fólkið sem er duglegast, fer hraðast eða lengst. Ef þú ert búin/n að stilla áttavitann þinn og veist hvert þú ert að fara er þér alveg óhætt að halda í þá átt á þínum hraða og fara þá leið sem þér hentar. Kannski viltu fara lengri leiðina af því hún býður upp á betra útsýni. Hvaða leið svo sem þú velur er mikilvægt að njóta ferðalagsins.

Ef þú ert fastur í samanburðinum

Það er fullkomlega eðlilegt að bera okkur saman við aðra og upplifa jafnvel afbrýðissemi eða biturð. Það þýðir að þú ert manneskja með tilfinningar. En ef þú leyfir þér að hlusta á þessar tilfinningar þá heyrir þú að þær koma ekki vegna þess hversu langt aðrir hafa náð heldur vegna þess að það einhver skekkja hjá þér. Þessa skekkju getur þú bara rétt af með því að horfa inn á við og byrja að treysta á þig.

Ef þú ert tilbúin/n að sleppa samanburðinum, kynnast þér betur og finna eigin styrk getur markþjálfun hjálpað þér að finna rétta fókusinn, skilgreina eigin árangur og átta þig á hvað skiptir þig raunverulega máli.

Þú getur bókað ókeypis símtal ef þú vilt heyra í mér og hvort markþjálfun hjá mér henti þér. Símtalið er létt spjall og í því felst engin frekari skuldbinding. Smelltu hér til að bóka símtal.

Next
Next

Markþjálfun útskýrð í stuttu máli