Viltu vaxa og dafna í lífi og starfi?

Með markþjálfun og námskeiðum get ég hjálpað þér að fá skýrari sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju í lífi og starfi og ekki síst hugrekkið og sjálfstraustið til að lifa eftir þínum gildum.

Finnst þér þú hafa staðnað, veist að það er hægt að fá meira út úr lífinu en finnst það yfirþyrmandi?

Ef þú kannast við eitthvað af þessu er það merki um að eitthvað þurfi að breytast:

Þú veist ekki lengur hvað skiptir þig máli eða hvað þú raunverulega vilt

Þú efast stöðugt um eigin getu, upplifir loddaralíðan (e. impostor syndrome), óttast mistök eða að valda fólki vonbrigðum

Þér finnst árangurinn láta bíða eftir sér, það hefur hægt á vexti þínum í starfi og þú fyllist gremju

Álagið er of mikið, jafnvægi milli starfs og einkalífs er úr skorðum og þú fórnar eigin vellíðan fyrir starfið

Þú nýtir ekki styrkleikana þína, finnur ekki ástríðuna og dafnar ekki í starfi

Þú stendur frammi fyrir stórum ákvörðunum eða breytingum sem eru yfirþyrmandi og þú nærð ekki að taka skrefið fram á við

Leiðir til að vinna með mér

Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.

Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.

Umsögn frá markþega:

“Þú hefur þægilega nærveru og ert afslöppuð, skynjaði líka bjarta útgeislun frá þér sem mér fannst hvetjandi og uppörvandi og svo spurðir þú mig spurninga sem fengu mig til að hugsa lengra.”

★★★★★

Umsögn frá markþega:

“Það kom mér skemmtilega á óvart hvað markþjálfun hjá Ragnheiði hefur hjálpað mér að ná betri og öðruvísi árangri í mínum persónulega vexti og móta skýrari stefnu í lífinu. Ég hef kynnst sjálfri mér betur, sett mér öðruvísi og skýrari framtíðarsýn og fundið nýjar leiðir hvernig ég get eflt mína styrkleika til að ná þangað. Í samtölum mínum við hana hefur hún hjálpað mér að horfa inn á við, setja fókus á ný tækifæri og lausnir sem í raun bjuggu innra með mér en ég áttaði mig ekki á fyrr en í umræðunni við hana. Markþjálfun hefur gefið mér ný verkfæri og opnað á samfélag sem styður mig áfram sem skiptir miklu máli svo maður týni ekki nýju verkfærunum og haldi áfram að besta líðan og lífið.”

★★★★★

Lífið getur verið flókið og stundum yfirþyrmandi og oft er auðveldasta leiðin áfram að halda sig á þeirri leið sem þú hefur fylgt hingað til. En það er líka auðvelt að festast í hjólförunum og missa algerlega sjónar á því hvað skiptir þig máli. Við þetta bætist jafnvægislistin á milli vinnu og einkalífs, eigin þarfa og annarra og að gera það sem til er ætlast eða það sem kemur þér best. Þegar þú svo finnur að nú þurfi eitthvað að breytast hefur þú misst sjónar á því hver þú ert innst í þínum kjarna og átt erfitt með að skilja hvað það er sem þú vilt.

Þar kem ég til sögunnar. Með markþjálfun getum við unnið að því í sameiningu að sjá með skýrum hætti hvað skiptir þig máli, uppgötvað gildin þín, byggt upp sjálfstraust og fundið þína sönnu rödd svo þú getir fylgt henni af staðfestu og öryggi.

Hafðu samband við mig og bókaðu ókeypis símtal og þá getum við farið yfir það í sameiningu hvernig við getum unnið saman að þinni bestu framtíð.

Starfsánægjukönnun

Hversu ánægð/ur ertu í starfinu þínu?

Hér er stutt könnun sem hjálpar þér að skoða starfið þitt frá mismunandi sjónarhornum og komast að því hversu mikla starfsánægju þú upplifir. Það tekur stutta stund að svara könnuninni og að henni lokinni færðu upplýsingar um næstu skref sem þú getur tekið til að auka starfsánægju.

Smelltu hér til að taka könnunina