
Hópmarkþjálfun
Ert þú skipstjórinn í þínu lífi?
Ert þú við stjórnvölinn þegar kemur að þínu lífi eða starfi eða rekur þig áfram hvert sem straumurinn ber þig? Í þessari hópmarkþjálfun vinnum við með myndlíkingu þar sem lífi hvers og eins er líkt við seglbát á siglingu. Við skoðum mismunandi hluta lífsins sem hafa áhrif á það hvert báturinn siglir, hvernig ferðin gengur og að hvaða þáttum helst þurfi að huga til að siglingin gangi betur.
Í hópmarkþjálfuninni gefst þér tækifæri til að skoða hvaða þáttur í þínu lífi er sá sem mikilvægast er fyrir þig að beina sjónum þínum að núna til að ná þeim árangri sem þú stefnir að, hvort sem er í starfi eða einkalífi. Hver þátttakandi vinnur að sínum markmiðum óháð hópnum. Hópmarkþjálfun er upplögð til að máta sig við aðferðafræði markþjálfunar með minni tilkostnaði en í einstaklingsmarkþjálfun.
Hópmarkþjálfunin fer af stað haustið 2024 og verða dagsetningar og fyrirkomulag auglýst síðar. Ef þú skráir þig á biðlista býðst þér hópmarkþjálfunin á sérkjörum og færð að vita á undan öðrum þegar skráning hefst.
Ef þú vilt nánari upplýsingar um hópmarkþjálfunina er einnig velkomið að hafa samband hér.
Umsögn frá markþega:
“Þú hefur þægilega nærveru og ert afslöppuð, skynjaði líka bjarta útgeislun frá þér sem mér fannst hvetjandi og uppörvandi og svo spurðir þú mig spurninga sem fengu mig til að hugsa lengra.”
★★★★★
Umsögn frá markþega:
“Það kom mér skemmtilega á óvart hvað markþjálfun hjá Ragnheiði hefur hjálpað mér að ná betri og öðruvísi árangri í mínum persónulega vexti og móta skýrari stefnu í lífinu. Ég hef kynnst sjálfri mér betur, sett mér öðruvísi og skýrari framtíðarsýn og fundið nýjar leiðir hvernig ég get eflt mína styrkleika til að ná þangað. Í samtölum mínum við hana hefur hún hjálpað mér að horfa inn á við, setja fókus á ný tækifæri og lausnir sem í raun bjuggu innra með mér en ég áttaði mig ekki á fyrr en í umræðunni við hana. Markþjálfun hefur gefið mér ný verkfæri og opnað á samfélag sem styður mig áfram sem skiptir miklu máli svo maður týni ekki nýju verkfærunum og haldi áfram að besta líðan og lífið.”
★★★★★
Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.
Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.
Ókeypis æfing í markmiðasetningu
Hefur þú einhvern tímann sett þér markmið en svo hætt að vinna að því þegar það varð erfitt? Rannsóknir benda til þess að sú hvatning sem liggur að baki ákvörðun okkar að vinna að markmiði hefur mikil áhrif á það hversu vel okkur gengur að ná því.
Skoðaðu ástæður og hvatningu að baki þínum markmiðum
Aðlagaðu markmiðin svo líklegra sé að þú náir þeim
Settu þér rétt markmið sem byggja á þinni þekkingu á þér