Hópmarkþjálfun
Hópmarkþjálfunin fer af stað haustið 2024 og verða dagsetningar og nánara fyrirkomulag auglýst síðar. Ef þú skráir þig á biðlista býðst þér hópmarkþjálfunin á sérkjörum og færð að vita á undan öðrum þegar skráning hefst. Ath. að skráningu á biðlista fylgir engin skuldbinding.
Í hópmarkþjálfuninni gefst þér tækifæri til að skoða hvaða þáttur í þínu lífi er sá sem mikilvægast er fyrir þig að beina sjónum þínum að núna til að ná þeim árangri sem þú stefnir að, hvort sem er í starfi eða einkalífi. Hver þátttakandi vinnur að sínum markmiðum óháð hópnum. Hópmarkþjálfun er upplögð til að máta sig við aðferðafræði markþjálfunar með minni tilkostnaði en í einstaklingsmarkþjálfun.