Ragnheiður Björgvinsdóttir
Að baki Lóu stendur Ragnheiður Björgvinsdóttir, ACC vottaður markþjálfi og sérfræðingur í mannauðsmálum. Ragnheiður markþjálfar bæði einstaklinga á eigin vegum og starfsfólk og stjórnendur á vinnustöðum.
Ragnheiður hefur áralanga reynslu af mannauðsmálum, bæði hjá hinu opinbera og á einkamarkaði. Hún hefur sinnt starfi mannauðsstjóra hjá Vatnajökulsþjóðgarði og Náttúrufræðistofnun Íslands. Einnig hefur hún starfað að mannauðsmálum hjá flugfélaginu WOW air, á Landspítala auk þess sem hún starfaði lengi við ráðgjöf við mannauðskerfi hjá Advania. Ragnheiður lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2008.
Ragnheiður býður upp á markþjálfun fyrir einstaklinga sem eru tilbúnir í breytingar í lífinu og vilja vinna að sínu besta lífi í starfi og leik. Markþjálfun hentar sérstaklega vel einstaklingum sem eru í leit að draumastarfinu, vilja þróast áfram í starfi og móta sinn starfsferil en þá kemur reynsla Ragnheiðar af mannauðsmálum, ráðningum og starfsþróun stjórnenda og annars starfsfólks að góðum notum. Í markþjálfun leggur Ragnheiður áherslu er á sjálfsþekkingu og að hver og einn finni sína braut í lífi og starfi þar sem styrkleikar og aðrir persónueiginleikar njóta sín best.
Ókeypis æfing í markmiðasetningu
Hefur þú einhvern tímann sett þér markmið en svo hætt að vinna að því þegar það varð erfitt? Rannsóknir benda til þess að sú hvatning sem liggur að baki ákvörðun okkar að vinna að markmiði hefur mikil áhrif á það hversu vel okkur gengur að ná því.
Skoðaðu ástæður og hvatningu að baki þínum markmiðum
Aðlagaðu markmiðin svo líklegra sé að þú náir þeim
Settu þér rétt markmið sem byggja á þinni þekkingu á þér