Vinnustaðurinn blómstrar með markþjálfun

Ýttu undir frammistöðu, samvinnu, starfsánægju og árangur með aðferðum markþjálfunar á vinnustaðnum.

Er allt í blóma eða leynast tækifæri til úrbóta á þínum vinnustað?

Ímyndaðu þér vinnustað þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir til fulls, þar sem samskipti flæða auðveldlega og þar sem allt starfsfólk upplifir virðingu og hvatningu. Með markþjálfun getum við lyft vinnuumhverfinu frá því að vera gott í það að vera frábært. Með réttri leiðsögn mun teymið ykkar ekki aðeins ná markmiðum sínum heldur fara fram úr þeim, stuðla að nýsköpun og skapa menningu frammúrskarandi árangurs. Ekki sætta ykkur við það góða þegar þið getið náð því frábæra.

Markþjálfun fyrir vinnustaði

Markþjálfun fyrir einstaklinga eða tiltekna hópa

Markþjálfun eftir þörfum og tímabókunum á stofu markþjálfa eða á vinnustaðnum. Markþjálfun getur stutt vel við ýmsar breytingar, innleiðingar eða ákveðin verkefni eða til þess að stuðla að vexti starfsfólks.

Markþjálfun á þínum vinnustað

Markþjálfun á vinnustaðnum þar sem starfsfólki er boðið að mæta í markþjálfun án þess að þurfa að skreppa frá. Markþjálfi mætir á vinnustaðinn í hálfa eða heila daga um umsömdum tíma.

Teymisþjálfun

Markmið teymisþjálfunar er að valdefla meðlimi teymisins í þeim tilgangi að það axli sameiginlega ábyrgð á framvindu verkefna. Einnig er áhersla lögð á að auka innri hvata, vilja og færni þeirra til að nýta með skilvirkum hætti sameiginlegan styrk og þekkingu.

Stjórnendaþjálfun

Í stjórnendamarkþjálfun er markmiðið að þróa, efla og fínstilla leiðtogafærni þess stjórnanda sem þjálfunina sækir. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref sem leiðtogi sem reynsluboltum sem vilja halda áfram að styrkja leiðtogafærni sína.

Markþjálfun er samtalstækni sem ætlað er að opna á möguleika hvers og eins til að hámarka eigin getu og virkja styrkleikana. Markþjálfun á vinnustað getur aukið sjálfstraust starfsfólks, bætt frammistöðu, samskipti og samvinnu og aukið helgun. Tilgangur með markþjálfun á vinnustað getur verið að bæta frammistöðu heilt yfir en einnig er hægt að sníða hana að tilteknum verkefnum, innleiðingu breytinga eða til að styðja við tiltekna hópa eða einstaklinga á vinnustaðnum. Markþjálfun á vinnustað getur aukið sjálfstraust starfsfólks, bætt frammistöðu, samskipti og samvinnu.

Sé óskað eftir því get ég komið á vinnustaði og markþjálfað á staðnum í hálfa eða heila daga. Slíkt fyrirkomulag sparar starfsfólki tíma og fyrirhöfn.

Vinsamlegast hafið samband í tölvupósti (ragnheidur@loacoaching.is) eða smellið á hnappinn Hafa samband til að fá frekari upplýsingar um markþjálfun á vinnustöðum.

Námskeið og vinnustofur

Auk markþjálfunar býð ég ýmis námskeið og vinnustofur fyrir vinnustaði sem eru sérsniðin að þörfum hvers vinnustaðar. Námskeiðin og vinnustofurnar geta verið haldin í tengslum við markþjálfun á vinnustaðnum eða ein og sér.

Dæmi um efni á námskeiðum/vinnustofum:

  • Markmiðasetning í starfi og leik

  • Að þekkja og nýta mína styrkleika

  • Samskiptafærni og 360 gráðu hugsun

  • Leiðtogafærni og 360 gráðu hugsun

  • Að laða fram það besta - aðferðir markþjálfunar við stjórnun

Mögulegt er að blanda saman umfjöllunarefnum og laga að þörfum hvers vinnustaðar. Hafðu samband við mig til að fá frekar upplýsingar.

Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.

Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.