Ég hef alltaf verið markmiðadrifin og eitt af mínum mottóum í lífinu hefur verið „If you fail to plan, you plan to fail“. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað markþjálfun hjá Ragnheiði hefur hjálpað mér að ná betri og öðruvísi árangri í mínum persónulega vexti og móta skýrari stefnu í lífinu. Ég hef kynnst sjálfri mér betur, sett mér öðruvísi og skýrari framtíðarsýn og fundið nýjar leiðir hvernig ég get eflt mína styrkleika til að ná þangað. Í samtölum mínum við hana hefur hún hjálpað mér að horfa inn á við, setja fókus á ný tækifæri og lausnir sem í raun bjuggu innra með mér en ég áttaði mig ekki á fyrr en í umræðunni við hana. Samhliða samtölum okkar fylgi ég henni á samfélagsmiðlum og þar styður hún við mína vegferð með góðum ábendingum og áminningum. Markþjálfun hefur gefið mér ný verkfæri og opnað á samfélag sem styður mig áfram sem skiptir miklu máli svo maður týni ekki nýju verkfærunum og haldi áfram að besta líðan og lífið.
NBI greining kom mér skemmtilega á óvart. Hún sýndi mér svart á hvítu hvar mínir styrkleikar og veikleikar liggja. Ég fékk einnig góða innsýn inn í hvernig ég get unnið í erfiðum málum þekkjandi hvar ég þarf að vanda mig eða æfa mig betur. Greiningin kom öðruvísi út en ég hélt sem var mjög skemmtilegt að sjá og gaf mér fullt af svörum við verkefnum sem ég hef verið að brasa við að leysa.
Markþjálfunin hjá Lóu var mögnuð og gagnleg. Yndisleg nærvera hennar leiddi mann í gegnum sínar eigin pælingarnar, en á mun skilvirkari hátt. NBI greiningin var frábært tól til þess að brjóta ísinn og spara tíma til að skilja hvaða styrkleika og áskoranir ég vildi vinna með. Tímunum þremur var dreift yfir rúmlega 5 mánaða tímabil sem innihélt margar breytingar til hins betra á mínum ferli. Markþjálfunin var mikilvægur þáttur í að móta ákvarðanir mínar og taka þær í samræmi við þau gildi og stefnu sem ég vildi móta út frá tímunum.
Mögnuð, gagnleg og skilvirk leið til þess að taka stöðutékk og móta mína vegferð eftir styrkleikum og stefnu. Ég fékk gríðarlega mikið út úr þeim þremur tímum sem ég tók, ásamt NBI greiningu til þess að átta mig á hvað ég vildi auka í mínu starfi og hvað ég vildi minnka við til þess að blómstra betur í mínum styrkleikum.
Þetta var góður tími að mínu mati... fyrir mig :)
Þú hefur þægilega nærveru og ert afslöppuð, skynjaði líka bjarta
útgeislun frá þér sem mér fannst hvetjandi og uppörvandi og svo spurðir
þú mig spurninga sem fengu mig til að hugsa lengra. Finnst nauðsynlegt
að markþjálfar fái "feedback", veit sjálf hvað það er gefandi og
lærdómsríkt :)