Þitt allra besta sumar

Oft látum við okkur dreyma um sumarið og allt það dásamlega sem því fylgir. Stundum verðum svo fyrir vonbrigðum þegar þetta draumasumar rætist ekki. Þessi æfing hjálpar þér að undirbúa þig núna og gera það sem í þínu valdi stendur til að sjá til þess að sumarið verði í raun eins stórkostlegt og þú vilt - og átt skilið!

Ímyndaðu þér að sólríkan sumardag. Þú slappar af, upplifir hamingju og getur ekki annað en brosað og verið í sátt við þig og heiminn. Þetta er þitt allra besta sumar. Hvað ertu að gera? Hvað er að gerast í þínu lífi?

Þessi æfing er einföld og felur í sér að þú sjáir fyrir þér framtíðina - hvernig þú vilt að sumarið þitt verði. Að því loknu leiðir þú hugann að því hvað þú getur gert til að þess sýn verði að veruleika.

Taktu stjórn á því sem gerist í sumar og njóttu þess að eiga þitt allra besta sumar!