Ef þú ert að leita að meiri starfsánægju, hvort sem það er með því að finna nýtt starf eða með því að móta það starf sem þú ert þegar í, er markþjálfunarpakkinn Á réttri hillu fyrir þig. Við vinnum saman að því að greina hvað skiptir þig máli í starfi og hvernig þú getur þróað þinn starfsferil á veg sem veitir þér ánægju og jafnvægi og fyllir þig stolti. Markmið þessa pakka er að finna það sem skiptir þig raunverulega máli í starfi og byggja upp skýra stefnu til að ná árangri.
Með þessum markþjálfunarpakka öðlast þú:
Skýrari sýn á það hvers konar starf eða vinnustaður hentar þér best
Betri skilning á þínum styrkleikum og gildum og hvernig þau nýtast í starfi
Verkfæri til að setja stefnu og áætlun fyrir starfsferil þinn
Sjálfstraust til að taka næstu skref í átt að starfi sem gefur þér ánægju og tilgang
Smelltu á hnappinn Hafa samband til að fá nánari upplýsingar eða á Tímabókanir til að bóka þinn fyrsta tíma. Annar og þriðji tími eru bókaðir þegar þú mætir í fyrsta tímann.
Á réttri hillu
Innifalið í markþjálfunarpakkanum:
Þrír 50 mínútna markþjálfunartímar: Við greinum styrkleika þína, gildi og ástríður til að finna hvers konar starf sem hentar þér best.
Við byrjum á því að skoða stöðu þína í dag, hver þú ert, gildin þín og styrkleika, vonir og væntingar.
Í sameiningu finnum við þá stefnu sem þú vilt taka, hvaða breytingar þurfi að eiga sér stað og hvers vegna það skiptir máli í þínu lífi.
Við skoðum þær hindranir sem kunna að verða á vegi þínum, bæði ytri hindranir, en ekki síst innri hindranir sem felast í þínum viðhorfum og hugsunum.
Þú stendur að lokum uppi með sýn á það hvert þú vilt stefna og hvaða skref þú þarft að taka til að komast þangað.
Stuðningur: Stuðningur frá markþjálfa á milli marþjálfunartíma til að fá hvatningu og aðstoð við að yfirstíga hindranir.
Verkefni á milli tíma eftir þínum þörfum.
NBI huggreining: Fáðu innsýn í hvernig þú kýst helst að hugsa og hvað stýrir þinni hegðun. Með þá þekkingu getur þú betur stillt markmiðum upp á þann hátt að þú haldir áfram að vinna að þeim. (sjá meira um NBI hér)
Verð án NBI huggreiningar: 40.000,- kr. (andvirði 58.500,- kr.)
Verð með NBI huggreiningu: 48.000,- kr. (andvirði 62.500,- kr.)
Athugið að mörg stéttarfélög styrkja starfstengda markþjálfun.