Starfstengd markþjálfun
Fáðu skýra sýn á hvað það er sem þú raunverulega vilt og hvernig þinn draumastarfsferill gæti litið út.
Finndu hugrekkið til að skapa þinn draumastarfsferil og sækjast eftir því sem þú raunverulega vilt.
Finndu þína leið í mark.
Styrktu þig og fáðu stuðning á leiðinni.
Lyftu upp starfsferlinum með starfstengdri markþjálfun
Finnst þér þú hafa verið í sömu sporum of lengi, ertu óviss um þín næstu skref á starfsferlinum eða langar þig einfaldlega að ná nýjum hæðum? Með starfstengdri markþjálfun stillum við áttavitann þinn til að halda áfram að þróa þinn starfsferil í rétta átt. Hvort sem þú ert í atvinnuleit, langar að sækja fram á nýjum vettvangi eða vilt vinna að stöðuhækkun getur starfstengd markþjálfun leitt þig áfram.
Markþjálfunartímarnir eru byggðir upp eins og aðrir markþjálfunartímar en hér er ætlunina að einblína á starfstengd eða starfsferilstengd markmið. Einnig er í mögulegt að nýta markþjálfunartíma í sértækari verkefni tengd atvinnuleit eins og undirbúning fyrir atvinnuviðtal og rýni á ferilskrá.
Starfstengda markþjálfun má fá sem staka markþjálfunartíma (sjá Eitt skref í einu) en einnig er hægt að nýta markþjálfunarpakka í þessum tilgangi (sjá Ferðalagið).