Ef þú vilt efla sjálfstraustið og byggja upp sterka trú á eigin getu, er markþjálfunarpakkinn Sterkara sjálfstraust fyrir þig. Þessi pakki er hannaður til að hjálpa þér að sigrast á efasemdum og neikvæðum hugsunum í eigin gar, bæta sjálfsmynd þína og þróa þinn innri styrk. Við vinnum saman að því að greina þær hindranir sem halda aftur af þér og útbúum leið til að ná fram þeim breytingum sem þú óskar.

Með þessum markþjálfunarpakka öðlast þú:

  • Aukið sjálfstraust og trú á eigin getu

  • Dýpri sjálfsþekkingu og skilning á því hvað hefur áhrif á þína sjálfsmynd

  • Verkfæri til að sigrast á neikvæðum hugsunum og efla jákvæða sjálfsmynd

  • Áætlun um hvernig þú getur byggt upp sjálfstraustið á varanlegan hátt

Smelltu á hnappinn Hafa samband til að fá nánari upplýsingar eða á Tímabókanir til að bóka þinn fyrsta tíma. Annar og þriðji tími eru bókaðir þegar þú mætir í fyrsta tímann.

Sterkara sjálfstraust

Innifalið í markþjálfunarpakkanum:

  • Þrír 50 mínútna markþjálfunartímar: Við vinnum saman að því að greina og styrkja sjálfsmynd þína og sjálfstraust.

  • Við byrjum á því að skoða hvað sjálfstraust er og hvaða merkingu það hefur í þínum huga. Einnig köfum við í hverju það myndi breyta að styrkja sjálfstraustið þitt og hvers vegna það skiptir máli.

  • Við skoðum stöðuna í dag, hver þú ert og hvaða áhrif sjálfsmyndin þín hefur á þitt daglega líf og hvað þurfi að breytast.

  • Við greinum þær hindranir sem þú vilt ryðja úr veginum og vinnum áætlun að því hvernig þú sigrast á þeim.

  • Stuðningur: Stuðningur frá markþjálfa á milli marþjálfunartíma til að fá hvatningu og aðstoð við að yfirstíga hindranir.

  • Verkefni á milli tíma eftir þínum þörfum.

  • NBI huggreining: Fáðu innsýn í hvernig þú kýst helst að hugsa og hvað stýrir þinni hegðun. Með þá þekkingu getur þú betur stillt markmiðum upp á þann hátt að þú haldir áfram að vinna að þeim. (sjá meira um NBI hér)

Verð án NBI huggreiningar: 40.000,- kr. (andvirði 58.500,- kr.)

Verð með NBI huggreiningu: 48.000,- kr. (andvirði 62.500,- kr.)

Athugið að mörg stéttarfélög styrkja starfstengda markþjálfun.