Markþjálfun fyrir vinnustaði

Markþjálfun fyrir einstaklinga eða tiltekna hópa

Markþjálfun eftir þörfum og tímabókunum á stofu markþjálfa eða á vinnustaðnum. Markþjálfun getur stutt vel við ýmsar breytingar, innleiðingar eða ákveðin verkefni eða til þess að stuðla að vexti starfsfólks.

Markþjálfun á þínum vinnustað

Markþjálfun á vinnustaðnum þar sem starfsfólki er boðið að mæta í markþjálfun án þess að þurfa að skreppa frá. Markþjálfi mætir á vinnustaðinn í hálfa eða heila daga um umsömdum tíma.

Teymisþjálfun

Markmið teymisþjálfunar er að valdefla meðlimi teymisins í þeim tilgangi að það axli sameiginlega ábyrgð á framvindu verkefna. Einnig er áhersla lögð á að auka innri hvata, vilja og færni þeirra til að nýta með skilvirkum hætti sameiginlegan styrk og þekkingu.

Stjórnendaþjálfun

Í stjórnendamarkþjálfun er markmiðið að þróa, efla og fínstilla leiðtogafærni þess stjórnanda sem þjálfunina sækir. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref sem leiðtogi sem reynsluboltum sem vilja halda áfram að styrkja leiðtogafærni sína.

Markþjálfun er samtalstækni sem ætlað er að opna á möguleika hvers og eins til að hámarka eigin getu og virkja styrkleikana. Markþjálfun á vinnustað getur aukið sjálfstraust starfsfólks, bætt frammistöðu, samskipti og samvinnu og aukið helgun. Tilgangur með markþjálfun á vinnustað getur verið að bæta frammistöðu heilt yfir en einnig er hægt að sníða hana að tilteknum verkefnum, innleiðingu breytinga eða til að styðja við tiltekna hópa eða einstaklinga á vinnustaðnum. Markþjálfun á vinnustað getur aukið sjálfstraust starfsfólks, bætt frammistöðu, samskipti og samvinnu.

Sé óskað eftir því get ég komið á vinnustaði og markþjálfað á staðnum í hálfa eða heila daga. Slíkt fyrirkomulag sparar starfsfólki tíma og fyrirhöfn.

Vinsamlegast hafið samband í tölvupósti (ragnheidur@loacoaching.is) eða smellið á hnappinn Hafa samband til að fá frekari upplýsingar um markþjálfun á vinnustöðum.


Ragnheiður Björgvinsdóttir, markþjálfi og mannauðssérfræðingur

Hver er ég?

Ég er viðurkenndur ICF markþjálfi frá Profectus. ICF eru alþjóðleg samtök markþjálfa (International Coaching Federation) og starfa ég samkvæmt þeirra siðareglum. Ég markþjálfa bæði einstaklinga á eigin vegum og starfsfólk og stjórnendur á vinnustöðum.

Ég er með meistarapróf í mannauðsstjórnun og hef starfað við mannauðsstjórnun um árabil, m.a. hjá WOW air, Náttúrufræðistofnun Íslands og Vatnajökulsþjóðgarði.

Ég býð allt fólk velkomið í markþjálfun til mín sem er tilbúið í breytingar og vill lifa sínu besta lífi.