Markmiðasetning
Skapaðu þitt besta ár með réttu markmiðunum
Hefur þú sett þér markmið en gleymt þeim og hætt að vinna að þeim á einhverjum tímapunkti? Viltu finna meiri ánægju og tilgang í lífinu? Langar þig að hafa úthaldið og hvatninguna í að fylgja þínum markmiðum alla leið í mark? Og langar þig að gera þetta án þess að keyra þig út og búa til viðbótar álag í lífinu? Ef eitthvað af þessu á við þig gæti markmiðasetning með mínum hætti hentað þér.
Í boði eru tvær leiðir. Annars vegar getur þú skráð þig á vefnámskeið og unnið sjálfstætt að þínum markmiðum. Vefnámskeiðinu fylgir ítarleg vinnubók sem leiðir þig áfram.
Markþjálfunarpakki fyrir markmiðasetningu
Ef þú vilt meiri persónulegan stuðning er markþjálfunarpakkinn betri leið. Í markþjálfun er áherslan lögð á að mæta þínum þörfum á hverjum tímapunkti og hjálpa þér að kynnast þér betur til að stuðla að betri árangri þegar kemur að því að ná þínum markmiðum.
Innifalið í markþjálfunarpakkanum eru þrír tímar í markþjálfun, NBI huggreining, stuðningur á milli markþjálfunartíma og vinnubók eða önnur verkfæri eftir þörfum.
Ég mæli alltaf með markþjálfunarpakka ef þú ætlar á annað borð að koma í markþjálfun. Ekki aðeins vegna þess að með því að kaupa pakka færðu besta verðið heldur færðu líka mest út úr markþjálfuninni með þessum hætti.
Vefnámskeið í markmiðasetningu
Umsagnir um námskeiðið
“Mér fannst námskeiðið mjög fróðlegt og nytsamlegt. Hef áður sett mér markmið og unnið að þeim með misgóðum árangri. Þetta námskeið gaf mér ný verkfæri til að vinna að markmiðum mínum og með öðrum hætti en ég er vön”
“Ég er búin að hlusta á fyrstu tvo hlutana, er orðin spennt að setja mér einhver markmið 🙂 gott flæði og heldur vel athyglinni, sem er mikið hrós frá mér með enga einbeitingu 😉”
“Virkilega flott námskeið. Grípandi, áhugavert efni. Þú ert hafsjór af fróðleik og kemur efninu vel frá þér :-)”
“Frábært námskeið! Ég er meira en hálfnuð síðan ég fékk aðgang á föstudaginn 😀 Þetta er mjög gagnlegt bæði fyrir þá sem kunna markmiðasetningu og líka byrjendur. Mikilvægi markmiðanna gaf mér nýja sýn á það sem ég hélt að væri mikilvægt en er það ekki.”