Ef þú vilt fá persónulegan stuðning við að setja þér markmið og vinna að þeirri umbreytingu sem þau krefjast er markþjálfunarpakkinn Mín markmið á mínum forsendum fyrir þig. Við förum á dýptina í þín markmið og útbúum vegvísinn þinn. Þarftu aðstoð við að vita hvað þú vilt, finna sjálfstraustið eða að halda þig við það sem þú hefur ákveðið að gera? Áherslan í þessum einkatímum með markþjálfa er öll á að mæta þínum þörfum á hverjum tímapunkti. NBI huggreiningin nýtist svo til að dýpka sjálfsþekkingu þína.

Með þessum markþjálfunarpakka öðlast þú:

  • Skýrari sýn á þín markmið og hvers vegna þau skipta þig máli

  • Betri sjálfsþekkingu sem hjálpar þér að móta markmið og leiðina að þeim eftir þínum þörfum

  • Skilning á núverandi stöðu og tækifærum til vaxtar

  • Áætlun um hvernig þú getur gert þitt besta líf að veruleika

Smelltu á hnappinn Hafa samband til að fá nánari upplýsingar eða á Tímabókanir til að bóka þinn fyrsta tíma. Annar og þriðji tími eru bókaðir þegar þú mætir í fyrsta tímann.

Mín markmið á mínum forsendum

Innifalið í markþjálfunarpakkanum:

  • Þrír 50 mínútna markþjálfunartímar: Við förum á dýptina í þín markmið, gildi og persónuleika til að tryggja að þú setjir þér réttu markmiðin og gerir áætlun til að ná þeim sem þú getur staðið við.

    • Í fyrsta tímanum skoðum við hvað skiptir þig raunverulega máli, hvert þú vilt stefna og mótum markmið.

    • Í öðrum tíma förum við yfir NBI greininguna þína og hvernig sú þekking getur nýst þér við að ná þínu markmiði.

    • Í þriðja tíma hnýtum við lausa enda og mótum þau skref sem þú ætlar að taka til að ná markmiðinu þínu.

  • Stuðningur: Stuðningur frá markþjálfa á milli marþjálfunartíma til að fá hvatningu og aðstoð við að yfirstíga hindranir.

  • Vinnubók og önnur verkfæri eftir þínum þörfum.

  • NBI huggreining: Fáðu innsýn í hvernig þú kýst helst að hugsa og hvað stýrir þinni hegðun. Með þá þekkingu getur þú betur stillt markmiðum upp á þann hátt að þú haldir áfram að vinna að þeim. (sjá meira um NBI hér)

Verð án NBI huggreiningar: 40.000,- kr. (andvirði 58.500,- kr.)

Verð með NBI huggreiningu: 48.000,- kr. (andvirði 62.500,- kr.)

Athugið að mörg stéttarfélög styrkja starfstengda markþjálfun.