Ókeypis æfing í markmiðasetningu

Hefur þú einhvern tímann sett þér markmið en svo hætt að vinna að því þegar það varð erfitt? Rannsóknir benda til þess að sú hvatning sem liggur að baki ákvörðun okkar að vinna að markmiði hefur mikil áhrif á það hversu vel okkur gengur að ná því.

  • Skoðaðu ástæður og hvatningu að baki þínum markmiðum

  • Aðlagaðu markmiðin svo líklegra sé að þú náir þeim

  • Settu þér rétt markmið sem byggja á þinni þekkingu á þér

Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.

Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.