Hverstu ánægð/ur ertu í starfinu þínu?
Taktu stutta könnun sem hjálpar þér að sjá það skýrt
Hér er stutt könnun sem hjálpar þér að skoða starfið þitt frá mismunandi sjónarhornum og komast að því hversu mikla starfsánægju þú upplifir. Það tekur stutta stund að svara könnuninni og að henni lokinni færðu upplýsingar um næstu skref sem þú getur tekið til að auka starfsánægju.
Könnunin er ekki gerð til að dæma, heldur til að skoða og sjá hlutina skýrar. Stundum þurfum við bara að gefa okkur örlitla stund til að hlusta á okkur sjálf til að sjá hlutina í réttu ljósi.
Könnunin:
… tekur aðeins nokkrar mínútur
… gefur þér innsýn í starfsánægju og hvar þú stendur
… skilar þér hugmyndum um næstu skref í átt að meiri starfsánægju
Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.
Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.