Innri gagnrýnandinn

Við eigum öll rödd sem gagnrýnir, efast og minnir okkur á mistök.

Í þessari æfingu ætlum við að kanna innri gagnrýnandann, kynnast honum betur og reyna að átta okkur á því hvaða skilaboð hann hefur. Það þýðir ekki að við gerum allt eins og innri gagnrýnandinn leggur til. Við ætlum að taka stjórnina í okkar hendur og velja sjálf hvernig við bregðumst við.

Skráðu þig hér og fáðu æfinguna senda beint í tölvupósti.

Ég er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Ég hef einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem ég hef aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.

Ég hef mikla reynslu og ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Mitt markmið sem markþjálfi er að hjálpa þér að fá skýra sýn á hvað þú vilt, finna tilgang og ánægju bæði persónulega og í starfi.

Bóka ókeypis símtal
Hafa samband